Fjórði og síðasti viðburður Magnúsarvökunnar, sem hófst með stórtónleikum að Brún í Bæjarsveit 11. janúar síðastliðinn, verður haldinn að Fossatúni í Bæjarsveit í kvöld undir yfirskriftinni Magnúsardjassvaka. Forsprakki djassvökunnar er Jakob…

Fjórði og síðasti viðburður Magnúsarvökunnar, sem hófst með stórtónleikum að Brún í Bæjarsveit 11. janúar síðastliðinn, verður haldinn að Fossatúni í Bæjarsveit í kvöld undir yfirskriftinni Magnúsardjassvaka.

Forsprakki djassvökunnar er Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, en 8. janúar síðastliðinn voru 100 ár liðin frá fæðingu föður hans, Magnúsar Guðmundssonar, djassgeggjara og athafnamanns frá Hvítárbakka. Jakob efndi til Magnúsarvöku föður sínum til heiðurs.

Meðal þeirra sem spila með Jakobi í kvöld eru Guðmundur Pétursson gítarleikari, Einar Scheving trommuleikari og Róbert Þórhallsson bassaleikari. Munu þeir leika og syngja mörg af þekktustu lögum Jakobs Frímanns auk þess að spinna djassskotna tónlist af fingrum fram.

Magnús söng með Karlakórnum Fóstbræðrum, Kátum félögum og

...