Þá er það Gunnar J. Straumland með veðurspá frá veðurstofu Hvalfjarðarsveitar: Moksturskafald, maldringur, mulla, snjóhreytingur. Kófviðri og klessingur, kyngi, skafrenningur. Kafhríð, drífa, kófbylur, kyngja, geyfa, maldur

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Þá er það Gunnar J. Straumland með veðurspá frá veðurstofu Hvalfjarðarsveitar:

Moksturskafald, maldringur,

mulla, snjóhreytingur.

Kófviðri og klessingur,

kyngi, skafrenningur.

Kafhríð, drífa, kófbylur,

kyngja, geyfa, maldur.

Fannburðurinn fold hylur.

fjári er hann kaldur!

Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi:

Úr heyi og korni hnýtt er það,

hluti’ af stærra verki það,

herrann fíni herðir það,

og

...