Skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar Himnaríki og helvíti (2007) er komin út í Norður-Ameríku í þýðingu Philips Roughton og hefur hún þegar hlotið lofsamlegan dóm í The New York Times. Gagnrýnandinn John Self segir stíl Jóns Kalmans fyrst mæta…

Skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar Himnaríki og helvíti (2007) er komin út í Norður-Ameríku í þýðingu Philips Roughton og hefur hún þegar hlotið lofsamlegan dóm í The New York Times. Gagnrýnandinn John Self segir stíl Jóns Kalmans fyrst mæta lesendum sem sérviskulegur en síðan verði hann ómótstæðilegur. Þá segir hann sögumannsröddina vera það eftirtektar­verðasta við bókina. Að lokum segir hann góðu fréttirnar vera að þetta sé fyrsta bókin í þríleik.