![](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/c10439a0-f8fe-4c63-8620-4acf39e0b748.jpg)
Þórhallur Ægir Þorgilsson rafvirkjameistari fæddist á Ægissíðu í Rangárþingi 13. september 1939. Hann lést á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu 15. janúar 2025.
Foreldrar hans voru Kristín Filippusdóttir húsmóðir, f. 1903 í Kringlu í Austur-Húnavatnssýslu, d. 1971, og Þorgils Jónsson bóndi, f. 1895 á Ægissíðu, d. 1986.
Systkini hans eru Jón, f. 1931, d. 1991, sveitarstjóri á Hellu, Gunnar, f. 1932, d. 2008, bóndi á Ægissíðu, Ásdís, f. 1934, d. 1989, bankastarfsmaður í Reykjavík, Sigurður, f. 1936, d. 1982, sláturhússtjóri á Hellu, og Ingibjörg, f. 1937, verslunar- og skrifstofumaður á Hvolsvelli, sem lifir systkini sín.
Ægir giftist árið 1967 Þorbjörgu J. Hansdóttur frá Garði á Selfossi, f. 8.2. 1939, d. 15.10. 2013. Þau bjuggu allan sinn búskap á
...