Prófessor Már Jónsson.
Prófessor Már Jónsson. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Veiðar við Ísland á sautjándu, átjándu og nítjándu öld er yfirskrift málþings sem Félag um átjándu aldar fræði heldur í Þjóðarbókhlöðu í dag, laugardag, milli kl. 13.30 og 16.15. Þar verða flutt fjögur erindi. Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við HÍ, fjallar um hafrannsóknir á síðustu árum 18. aldar; Ragnar Edvardsson, sjávarfornleifafræðingur á Rannsóknasetri HÍ á Vestfjörðum, um umsvif Hollendinga og starfsemi þeirra á Ströndum á 17. og 18. öld; Vilhelm Vilhelmsson, sagnfræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Norðurlandi vestra, um selveiðar á Íslandi á 18. og 19. öld og Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir, sjálfstætt starfandi sagnfræðingur, um viðhorf hákarlamanna til hákarlsins á 19. öld.