Kristján Þórður Snæbjarnarson
Kristján Þórður Snæbjarnarson

Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, tilkynnti um afsögn sína sem formanns sambandsins, á miðstjórnarfundi þess í gær.

Í færslu á Facebook sagði Kristján Þórður að komið væri að kaflaskilum þar sem hann hefði tekið sæti á Alþingi. Jafnframt þakkaði hann öllum þeim samstarfið sem hann hefði unnið með innan verkalýðshreyfingarinnar. Varaformaður RSÍ, Andri Reyr Haraldsson, verður starfandi formaður fram að aukaþingi sambandsins 27. febrúar nk. þegar kosið verður um nýjan formann.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær var farið að bera á óánægjuröddum innan RSÍ með að Kristján Þórður væri enn formaður, þó að nokkuð væri liðið frá þingkosningum er hann náði kjöri sem þingmaður. Var málið rætt á fyrrnefndum fundi miðstjórnar í gær og Kristján Þórður opinberaði ákvörðun sína

...