Það er þessi sigurvilji. Rosalegur metnaður. Hann leggur alltaf mikið á sig en er um leið næmur. Hann býr yfir þrautseigju og seiglu sem ég ber óendanlega virðingu fyrir.
„Hann hefur lagt ótrúlega mikið af mörkum til hestamennskunnar, en mjög mikið hefur gerst á þessari hálfu öld eða svo síðan hann byrjaði í hestum,“ segir Hrafnhildur.
„Hann hefur lagt ótrúlega mikið af mörkum til hestamennskunnar, en mjög mikið hefur gerst á þessari hálfu öld eða svo síðan hann byrjaði í hestum,“ segir Hrafnhildur. — Ljósmynd/Axel Jón Ellenarson

Þetta er lífsstíll,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir aðspurð hvort ekki sé nóg að gera í heimildarmyndabransanum. Hrafnhildur, sem þekkt er fyrir myndir á borð við Svona fólk, The Vasulka Effect og The Day Iceland Stood Still, var í fyrra sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir heimildarmynda- og þáttagerð og framlag til vitundarvakningar á sviði jafnréttismála. Um helgina verður frumsýnd í Laugarásbíói myndin Sigurvilji um ævi og störf Sigurbjörns Bárðarsonar, okkar fremsta knapa og tamningamanns. Hrafnhildur er að þessu sinni í sæti leikstjórans, en framleiðslan er í höndum Hekla films.

Safnaði fyrir sláturfolaldi

Langur aðdragandi er að myndinni en Hrafnhildur fór fyrst á Landsmót hestamanna árið 2016 í upplýsingaöflun en fjármagn fékkst ekki fyrr en löngu síðar.

„Það

...