![Alissa White-Gluz fylgir ströngu mataræði.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/d8ee8164-7413-4f29-88ab-b902b2188775.jpg)
Alissa White-Gluz fylgir ströngu mataræði.
— AFP/Vivien Killilea
Lífsstíll Alissa White-Gluz, hin kanadíska söngkona sænska málmbandsins Arch Enemy, segir stöðugt auðveldara að vera vegan á hljómleikaferðalögum bandsins en hún hefur fylgt þeim lífsstíl í 25 ár, þar af í 20 ár sem túrandi tónlistarmaður. Þetta kemur fram í viðtali við White-Gluz í málmgagninu Metal Magnitude. „Ég hef gert þetta þvert á heiminn, með tilheyrandi tungumálaörðugleikum og í ólíkum menningarsamfélögum, tímahraki og á stöðugri ferð og það gengur bara vel,“ segir White-Gluz en sem kunnugt er þá getur rútínan hæglega farið á svig á ferðalögum sem þessum. „Ég get ekki sagt annað en að þetta sé vel hægt.“