Páll Steingrímsson skipstjóri telur að Alþingi Íslendinga þurfi að setja á fót rannsóknarnefnd til þess að fara í saumana á aðkomu Ríkisútvarpsins að hinu svokallaða byrlunarmáli. Málið hófst á vordögum 2021 þegar Páll var fluttur milli heims og…
Páll Steingrímsson
Páll Steingrímsson

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Páll Steingrímsson skipstjóri telur að Alþingi Íslendinga þurfi að setja á fót rannsóknarnefnd til þess að fara í saumana á aðkomu Ríkisútvarpsins að hinu svokallaða byrlunarmáli. Málið hófst á vordögum 2021 þegar Páll var fluttur milli heims og helju á Landspítala og haldið í kjölfarið sofandi í öndunarvél sólarhringum saman.

Síðar kom í ljós að meðan líf hans hékk á bláþræði fór símtæki í hans eigu á flakk um borgarlandið og átti meðal annars viðkomu í Efstaleiti 1, þar sem höfuðstöðvar ríkismiðilsins eru til húsa. Síðar í sama mánuði tóku að birtast fréttir í fjölmiðlunum Kjarnanum og Stundinni sem byggðu á einkaskilaboðum úr farsíma Páls.

Páll er nýjasti gestur Spursmála á mbl.is og rekur þar málið allt frá því að hann hné niður

...