![](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/b3469b73-370b-4f48-8403-623b830cb86a.jpg)
40 ára Jamie er fædd í San Francisco en flutti til Hong Kong þriggja ára og svo aftur til San Francisco 15 ára. Hún kynntist Íslandi þegar hún fór til Ísafjarðar 2016 til að stunda meistaranám í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði og útskrifaðist þaðan í haf- og strandsvæðastjórnun, en hún er einnig grafískur hönnuður.
„Námið mitt var um sjóþörunga, ég flutti á Reykhóla til að stunda rannsóknir á þeim og síðan á Króksfjarðarnes. Þar hitti ég flotta frumkvöðla sem hjálpuðu mér að rækta stórþörunga. Mig langaði að rækta þá af því það er sjálfbært og það eykur líka möguleika fólks á að búa og starfa á landsbyggðinni.“
Jamie hóf ræktun 2018 og árið 2021 var hún komin með hugmynd að afurðum og stofnaði þá fyrirtækið Fine Food Íslandica ásamt sambýlismanni sínum. Núna eru í sölu Sjávargarðsblanda og Harðfisk Furikake hjá fyrirtækinu. „Það er hvort tveggja til að strá yfir súpu, egg eða hvað sem er til að auka næringuna í matnum.“ Einnig eru þau
...