Norðurlandaþjóðirnar hafa, eins og ég leiði rök að í nýrri bók á ensku, fundið ákjósanlega leið í sambúð þjóða (þótt áður fyrr hafi þær háð ófá stríð hver við aðra). Ef ein þjóð vill ekki lúta annarri segir hún skilið við hana, eins og Norðmenn gerðu 1905, Finnar 1917 og Íslendingar 1918. Ef þjóðabrot er innan ríkis annarrar þjóðar og óánægt með hlutskipti sitt fær það sjálfstjórn, Álandseyingar og Færeyingar. Ef ágreiningur er um landamæri greiða íbúar í landamærahéruðum atkvæði um í hvaða ríki þeir vilja vera, eins og í Slésvík 1920.

Því miður er norræna leiðin undantekning, ekki regla. Sumar þjóðir virðast ekki geta ekki búið saman vegna gagnkvæms haturs og reyna þá ýmist að útrýma hvor annarri eða hrekja hvor aðra burt. Tyrkir ráku um milljón grískumælandi menn burt eftir sigur í stríði við Grikkland 1922. Finnar flýðu allir sem einn, 400 þúsund manns, frá

...