Getur ferðalag til Indlands haft áhrif á sköpunarverk mótaðra og margreyndra listamanna? Leitast er við að svara þeirri spurningu í Listasafni Árnesinga í tveimur sýningum sem opnaðar verða í dag; Bær og Meðal guða og manna: íslenskir listamenn í…
![Litir Sigurður Árni Sigurðsson og Pari Stave stilla sér upp við verk Sigurðar Árna í Listasafni Árnesinga.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/3d5d13ce-180b-49d9-9ae7-c38c36ca1c25.jpg)
Litir Sigurður Árni Sigurðsson og Pari Stave stilla sér upp við verk Sigurðar Árna í Listasafni Árnesinga.
— Ljósmyndir/Einar Falur Ingólfsson
Viðtal
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Getur ferðalag til Indlands haft áhrif á sköpunarverk mótaðra og margreyndra listamanna? Leitast er við að svara þeirri spurningu í Listasafni Árnesinga í tveimur sýningum sem opnaðar verða í dag; Bær og Meðal guða og manna: íslenskir listamenn í Varanasi, en útgangspunktur beggja sýninga er vinnustofudvöl listamanna.
Á sýningunni Meðal guða og manna: íslenskir listamenn í Varanasi eru til sýnis verk sem urðu til í tengslum við dvöl sex íslenskra listamanna í gestavinnustofum Kriti Gallery og Anandvan Residency í Varanasi á Indlandi. Listamennirnir sem um ræðir eru Einar Falur Ingólfsson, Eygló Harðardóttir, Guðjón Ketilsson, Margrét H. Blöndal, Sigurður Árni Sigurðsson og
...