![Geir „Skáldsagan Óljós er sérkennilegt og áhugavert verk,“ skrifar rýnir.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/d9e6d31a-0fe7-47de-a642-d5871fa292ed.jpg)
Bækur
Kristján Jóhann Jónsson
Aðalpersóna þessarar sögu er bókmenntakennari í háskóla. Hann er kominn að starfslokum, heitir Leifur en samstarfsmönnum hans þykir nokkuð skorta á frumleika hans og skilning á nútímanum. Sín á milli kalla þeir hann „Fornleif“.
Háskólaprófessorar og bókmenntakennarar birtast stundum sem aðalpersónur í bókmenntum en það er frekar í erlendum skáldsögum en íslenskum. Ég man í svipinn ekki eftir mikilvægum íslenskum dæmum. „Háskólaprófessorinn“ getur verið ágætt skáldsöguefni. Hann er gagnrýninn og þekkingunni fylgir vald. Höfundur getur látið háskólaprófessor hugsa margt og koma lesendum í opna skjöldu með vangaveltum sem jafnvel ganga þvert á þær skoðanir sem höfundurinn þykist hafa. Þetta er auðvitað hægt með alls kyns persónur en fellur
...