HáRún
HáRún

Tónlistarkonurnar Kristín Sesselja og HáRún, eða Helga Rún Guðmundsdóttir, koma fram á tónleikum í tónleikaröð sem nefnist Að standa á haus sem RVK Bruggfélag/Tónabíó standa fyrir í húsnæði sínu við Skipholt 33 í kvöld kl. 20. Í viðburðarkynningu kemur fram að Kristín Sesselja sæki innblástur og styrk í höfnun sem hún upplifði á táningsárum, en HáRún er indípopp-söngvaskáld sem syngur hjartnæm lög á íslensku.