Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Það eru ekki mannréttindi að ofsækja fólk, sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra spurð um hertar aðgerðir til að framfylgja nálgunarbanni. Þar hitti hún naglann á höfuðið eins og svo oft áður. Nýr dómsmálaráðherra hyggst styrkja varnir kvenna og barna gegn ofbeldi karla. Já, svokallað kynbundið ofbeldi snýst í yfirgnæfandi meirihluta tilfella um ofbeldi karla gegn konum. Ég bind miklar vonir við þessar nauðsynlegu aðgerðir. Þær eru löngu tímabærar og senda skýr skilaboð til samfélagsins um að ríkisvaldið standi undir þeirri frumskyldu sinni að tryggja öryggi borgaranna.

Öryggismál eru oftast rædd í samhengi þjóðaröryggis en öryggi og mannhelgi einstaklinganna sem búa innan landamæra ríkisins eru ekki síður brýnt öryggismál. Í aðdraganda alþingiskosninganna sat ég opinn fund í Iðnó ásamt fulltrúum annarra framboða um jafnréttismál. Samtökin sem standa að Kvennaárinu 2025 buðu til

...

Höfundur: Þórunn Sveinbjarnardóttir