Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í gær kröfu Náttúrugriða um að ógilda þá ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í október í fyrra að 250 þúsund rúmmetra efnistaka á 9,4 hektara svæði við Langöldu í Rangárþingi ytra skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Efnið sem um ræðir er ætlað að nýta við framkvæmdir við vindorkuverið Búrfellslund.

Bentu Náttúrugrið m.a. á að efnistökusvæðið í Langöldu væri í þjóðlendu og ekki lægi fyrir í gögnum hver væri afstaða forsætisráðuneytisins, sem fari með málefni þjóðlendna til verkefnisins. Í því fælist brot á rannsóknarskyldu hefði ekki verið leitað afstöðu ráðuneytisins, enda þyrfti samþykki þess fyrir efnistöku í þjóðlendum.

Benti Landsvirkjun á að á Skipulagsstofnun hefði ekki hvílt skylda til að óska umsagnar frá forsætisráðuneytinu, enda lægi fyrir umsögn ráðuneytisins vegna fyrirhugaðrar breytingar

...