Umferð á hringveginum jókst um 4,2% í janúar sl. borið saman við janúar á síðasta ári og hefur aldrei verið meiri í þeim mánuði. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að alls fóru rúmlega 70 þúsund ökutæki að jafnaði á sólarhring yfir 16 lykilteljara á…
Umferð Sett var umferðarmet á hringveginum í janúarmánuði.
Umferð Sett var umferðarmet á hringveginum í janúarmánuði. — Morgunblaðið/Eggert

Umferð á hringveginum jókst um 4,2% í janúar sl. borið saman við janúar á síðasta ári og hefur aldrei verið meiri í þeim mánuði.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að alls fóru rúmlega 70 þúsund ökutæki að jafnaði á sólarhring yfir 16 lykilteljara á hringveginum en á sama tímabili á síðasta ári fóru tæplega 68 þúsund yfir þessi sömu snið.

Mest aukning á Vesturlandi

Vegagerðin segir að mestu muni um að umferð jókst um 6% yfir mælisnið á Vesturlandi og 4,3% á og í grennd við höfuðborgarsvæðið. Öll svæði sýndu aukningu en minnst jókst umferð um Norðurland, eða um 0,7%.

Af einstaka mælisniðum sýndi mælisnið á Mýrdalssandi mesta aukningu eða 14,9% en aðeins eitt snið sýndi samdrátt; það var á Mývatnsöræfum þar sem umferð dróst saman um 4,3%.

...