Sambíóin Fjallið ★★★½· Leikstjórn: Ásthildur Kjartansdóttir. Handrit: Ásthildur Kjartansdóttir. Aðalleikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Ísadóra Bjarkardóttir Barney og Sólveig Guðmundsdóttir. Ísland og Svíþjóð, 2025. 90 mínútur.
Kvikmyndir
Jóna Gréta
Hilmarsdóttir
Fjallið er önnur frásagnarmynd Ásthildar Kjartansdóttur í fullri lengd en hún leikstýrði líka og skrifaði myndina Tryggð árið 2019. Líklega kannast líka margir Íslendingar við stuttmyndina hennar Palli var einn í heiminum (1997), sem var gerð eftir samnefndri danskri bók frá 1942 eftir rithöfundinn Jens Sigsgaard. Stuttmynd Ásthildar hefur tekist að verða eins konar klassík í íslenskri kvikmyndagerð. Aðalpersóna Fjallsins, Atli (Björn Hlynur Haraldsson), upplifir sig líka aleinan, líkt og Palli, en í sorginni sekkur hann djúpt niður, leitar sér hjálpar í áfengi og ýtir öllum öðrum sem skipta hann máli í burtu, þar á meðal dóttur sinni Önnu (Ísadóra Bjarkardóttir Barney).
...