Bókin Ferðalok gefur mér þá von að Arnaldur sé kominn heim og muni styðjast við íslenskan veruleika í framtíðinni.
Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson

Guðni Ágústsson

Bækur Arnaldar Indriðasonar hafa komið út á yfir 40 tungumálum og selst í tugmilljóna tali. Enginn íslenskur höfundur nýtur meiri velgengni og vinsælda heima og heiman. Arnaldur hefur náð miklum tökum á spennusögum og lagt bókaorma heimsins að fótum sínum. Á Íslandi ber hann höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda og hefur rutt þeim brautir inn í hinn stóra heim glæpa- og spennusagna. Allir sjá að þess vegna eru allir okkar stærstu rithöfundar að fást við að búa til markað erlendis og þar eru glæpa- og spennusögur lykill að velgengni.

Ferðalok var því óvæntur viðsnúningur í sagnagerð Arnaldar en áhugaverð bók hvernig til tækist. Þegar þjóðskáldið birtist á forsíðunni undir nafni á fegursta ástarljóði Íslandssögunnar, þá datt engum í hug spennusaga, hvað þá glæpasaga. Arnaldur sest á sjúkrabeð deyjandi skálds og í framhaldinu hefjast

...