![Einar Þorsteinsson](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/0e4b1d20-d254-4e0f-b991-2c7e7ffaaa79.jpg)
Hún var óvenjuleg deilan innan meirihlutans í borgarstjórn um hvort það hrikti í eða ekki. Borgarstjóri sagði í Dagmálum Morgunblaðsins í vikunni að það hrikti í meirihlutanum vegna flugvallarins. Benti borgarstjóri á að Framsókn vildi flugvöllinn ekki burt, ólíkt Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, leiðtogi Viðreisnar í borginni, brást við þessu og sagðist hefðu viljað annað orðalag. Hún sagði þó skýrt að Viðreisn vildi flugvöllinn ekki til framtíðar í Vatnsmýrinni. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, hjólaði svo í borgarstjóra. Fram kom að hann furðaði sig á orðum borgarstjóra og ræddi húsnæðisáætlanir í því sambandi og sagðist ekki telja þörf á róttækum stefnubreytingum þar. Borgarstjóri hafði gagnrýnt stefnuna sem rekin hefur verið og sagt að venjulegt fjölskyldufólk í úthverfunum ætti erfitt með að sinna sínum erindum hjólandi.
...