Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur ráðið Aðalstein Leifsson fv. ríkissáttasemjara sem aðstoðarmann sinn. Kemur hann til starfa 1. mars. Aðalsteinn hefur áður m.a. starfað fyrir utanríkisráðuneytið og utanríkisþjónustu ESB, verið…
![Aðalsteinn Leifsson](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/789a0f0c-e6a8-4715-b7cd-eb929fe6f5b1.jpg)
Aðalsteinn Leifsson
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur ráðið Aðalstein Leifsson fv. ríkissáttasemjara sem aðstoðarmann sinn. Kemur hann til starfa 1. mars.
Aðalsteinn hefur áður m.a. starfað fyrir utanríkisráðuneytið og utanríkisþjónustu ESB, verið sérfræðingur hjá EFTA í Brussel auk þess að vera í yfirstjórn samtakanna í höfuðstöðvum EFTA í Genf. Aðalsteinn hefur einnig verið lektor í Háskólanum í Reykjavík þar sem hann kenndi m.a. áfanga um ESB. Hann er 1. varaþingmaður Viðreisnar í Reykjavík suður.