Kvikmyndina Youth rekur á fjörur, var á DR2 í vikunni, og er um margt eftirminnileg, ekki aðeins vegna ellismellanna Michaels Caines, Jane Fonda og Harveys Keitels heldur enn frekar fyrir efni, sem er tragikómískt uppgjör milli æsku og elli, framtíðar og fortíðar, lífs og dauða.
Leikararnir eru skýrmæltir eins og vel skóluðum og þroskuðum leikurum sæmir og ekkert muldur niður í bringu þar.
Og takið eftir: Myndin er full af tónlist, bæði klassískri og nútímalegri, sem lyftir undir efni og anda, en hún er nær eingöngu leikin á milli samtala.
Meðan textinn er fluttur ríkir hann einn, dauðhreinsaður af umhverfishljóðum og ótímabærum og truflandi tóndæmum, sem þegar betur er að gáð er oft engin músík.
Ódýrar myndir, B, C og afgangurinn
...