Austur-vestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað á miðnætti í nótt samkvæmt tilskipun Samgöngustofu til Isavia. Ákvörðunin er tekin þar sem hæð trjáa í Öskjuhlíð ógnar flugöryggi til og frá höfuðborginni
![](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/ed29b6d5-64cc-450d-8749-9cc8aaa63329.jpg)
— Morgunblaðið/Eyþór
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
Austur-vestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað á miðnætti í nótt samkvæmt tilskipun Samgöngustofu til Isavia. Ákvörðunin er tekin þar sem hæð trjáa í Öskjuhlíð ógnar flugöryggi til og frá höfuðborginni.
Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra var harðorður á opnum fundi um stöðu og framtíð Reykjavíkurflugvallar í fyrradag, þegar fyrir lá að flugbrautinni yrði lokað. Hann sagði að það væri ein af meginskyldum Reykjavíkur sem höfuðborgar að gæta þess að þar væri starfræktur flugvöllur sem tryggði góðan aðgang allra íbúa landsins að höfuðborginni.
Jón Gunnar Jónsson forstjóri Samgöngustofu segir að ákvörðun um lokun brautarinnar hafi verið tekin vegna trjágróðurs í hindrunarfríum flötum flugbrautarinnar sem ógni
...