Hvítur á leik
Hvítur á leik

1. e4 d5 2. exd5 Dxd5 3. Rc3 Dd6 4. d4 Rf6 5. Rf3 Bf5 6. Bc4 c6 7. 0-0 e6 8. Re5 Dc7 9. g4 Bg6 10. f4 Bd6 11. h4 Re4 12. He1 Bxe5 13. dxe5 Rxc3 14. bxc3 h5 15. Ba3 hxg4 16. Dxg4 c5

Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Arnar Milutin Heiðarsson (2.099) hafði hvítt gegn Unnari Ingvarssyni (1.778). 17. Bxe6! De7 svartur hefði einnig tapað eftir 17. … fxe6 18. Dxe6+. 18. Bd5 Rc6 19. e6 Kd8 20. exf7 og svartur gafst upp. Í gær hófst ofurmót í Weissenhaus í Þýskalandi en mótið er hluti af mótaröð þar sem margir bestu skákmenn heims verða á meðal keppenda, meðal annars indverski heimsmeistarinn Gukesh og stigahæsti skákmaður heims, Norðmaðurinn Magnus Carlsen. Mótinu lýkur 14. febrúar, sjá nánari upplýsingar um mótið og aðra skákviðburði á skak.is.