![Birta BA, sem skráð er með heimahöfn á Tálknafirði, missir leyfi til strandveiða í eina viku.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/936c5dfd-5f29-49a0-95f4-94a2cfaef901.jpg)
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Fiskistofa birti nýverið ákvörðun sína um að svipta línu- og handfærabátinn Birtu BA-72 leyfi til strandveiða í eina viku frá og með útgáfu næsta strandveiðileyfis. Báturinn, sem gerður er út af Kfo Útgerð ehf. á Tálknafirði, er sagður hafa í tuttugu og tveimur veiðiferðum síðastliðið sumar ekki sent aflaupplýsingar til vefþjónustu Fiskistofu áður en skipið lagði við bryggju.
Fram kemur í málsgögnum að skipstjóri bátsins hafi haldið til strandveiða átján sinnum á tímabilinu 28. maí til 16. júlí 2024. Ekki hafi Fiskistofu þó borist aflaupplýsingar áður en skipinu var lagt að bryggju líkt og lög gera ráð fyrir. Bárust þó Fiskistofu 12. júlí stafrænar upplýsingar um afla í níu veiðiferðum sem áttu sér stað í júní.
Strandveiðileyfi Birtu féll
...