Daniel Barenboim, einn þekktasti hljómsveitarstjóri heims, hefur tilkynnt að hann glími við Parkinsonsveiki. Þessu greinir BBC frá. Barenboim, sem er 82 ára, hefur starfað sem stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Chicago, Ríkisóperunnar í Berlín og La Scala í Mílanó
Daniel Barenboim
Daniel Barenboim

Daniel Barenboim, einn þekktasti hljómsveitarstjóri heims, hefur tilkynnt að hann glími við Parkinsonsveiki. Þessu greinir BBC frá. Barenboim, sem er 82 ára, hefur starfað sem stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Chicago, Ríkisóperunnar í Berlín og La Scala í Mílanó. Fyrir þremur árum fækkaði hann til muna tónleikum sínum eftir að hann hafði þróað með sér „alvarlega taugaröskun“. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í vikunni staðfesti hann loks hvers eðlis veikindin væru.