Daniel Barenboim, einn þekktasti hljómsveitarstjóri heims, hefur tilkynnt að hann glími við Parkinsonsveiki. Þessu greinir BBC frá. Barenboim, sem er 82 ára, hefur starfað sem stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Chicago, Ríkisóperunnar í Berlín og La Scala í Mílanó
![Daniel Barenboim](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/782c75e3-56c7-4fb7-a798-ff592255799e.jpg)
Daniel Barenboim
Daniel Barenboim, einn þekktasti hljómsveitarstjóri heims, hefur tilkynnt að hann glími við Parkinsonsveiki. Þessu greinir BBC frá. Barenboim, sem er 82 ára, hefur starfað sem stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Chicago, Ríkisóperunnar í Berlín og La Scala í Mílanó. Fyrir þremur árum fækkaði hann til muna tónleikum sínum eftir að hann hafði þróað með sér „alvarlega taugaröskun“. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í vikunni staðfesti hann loks hvers eðlis veikindin væru.