Sigrún Harðardóttir og Sigrún Júlíusdóttir
Í fjölmörgum umræðugreinum sem hafa birst að undanförnu hefur verið rætt um þá deilu og má í því sambandi benda á grein Áslaugar Pálsdóttur Ragnheiðardóttur leikskólastjóra (Hin heimtufreka kennarastétt – Vísir) og grein Rakelar Lindar Kristjánsdóttur sem situr í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur (Að hengja bakara fyrir smið – Vísir). Umræðan og deilan sjálf snýst þó um alvarlegri málavöxtu. Lausnir felast ekki í meira eða minna af því sama, heldur felst hún í annars konar skipan mála. Í viðbrögðum stjórnvalda hefur hins vegar fyrst og fremst endurspeglast skortur á heildarhyggju og skilningi á samhengi skólastefnu, stjórnskipulagi skólans og mikilvægi þess að styrkja innviði skólastarfs sem leið til farsælli þróunar.
Rannsóknir og meðferðarstarf með barnafjölskyldum sýna að miklar breytingar
...