Þetta er töluverð fjárfesting sem hleypur á hundruðum milljóna yfir nokkurra ára tímabil,“ segir Gauti og útskýrir að búnaðurinn sé frá norska hátæknifyrirtækinu Stingray sem hefur öðlast einkarétt á að nota leysigeisla í þessum tilgangi
Gauti Geirsson segir megináherslu Háafells vera að fyrirbyggja lúsasmit svo að ekki þurfi að grípa til lyfjameðferðar.
Gauti Geirsson segir megináherslu Háafells vera að fyrirbyggja lúsasmit svo að ekki þurfi að grípa til lyfjameðferðar. — Ljósmynd/Háafell

Gunnlaugur Snær Ólafsson

gso@mbl.is

Þetta er töluverð fjárfesting sem hleypur á hundruðum milljóna yfir nokkurra ára tímabil,“ segir Gauti og útskýrir að búnaðurinn sé frá norska hátæknifyrirtækinu Stingray sem hefur öðlast einkarétt á að nota leysigeisla í þessum tilgangi.

„Síðustu fimm ár hefur þeim tekist að ná mjög góðum árangri og fótfestu. Og þar sem okkar stefna er að leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir – til að koma í veg fyrir að þurfa að grípa til meðhöndlunar, hvort sem það er mekanískt eða með lyfjum, gegn fiski- eða laxalús – vorum við búin að fylgjast með þeim í nokkuð langan tíma.“

Hann segir Háafell hafa nýtt fjölbreytt úrræði í baráttunni gegn lúsinni. „Við höfum notað hrognkelsi til að ná lús af fiskinum –

...