Þetta er töluverð fjárfesting sem hleypur á hundruðum milljóna yfir nokkurra ára tímabil,“ segir Gauti og útskýrir að búnaðurinn sé frá norska hátæknifyrirtækinu Stingray sem hefur öðlast einkarétt á að nota leysigeisla í þessum tilgangi
![Gauti Geirsson segir megináherslu Háafells vera að fyrirbyggja lúsasmit svo að ekki þurfi að grípa til lyfjameðferðar.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/97e5201d-b6d0-4d19-a518-7fa5adda462f.jpg)
Gauti Geirsson segir megináherslu Háafells vera að fyrirbyggja lúsasmit svo að ekki þurfi að grípa til lyfjameðferðar.
— Ljósmynd/Háafell
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Þetta er töluverð fjárfesting sem hleypur á hundruðum milljóna yfir nokkurra ára tímabil,“ segir Gauti og útskýrir að búnaðurinn sé frá norska hátæknifyrirtækinu Stingray sem hefur öðlast einkarétt á að nota leysigeisla í þessum tilgangi.
„Síðustu fimm ár hefur þeim tekist að ná mjög góðum árangri og fótfestu. Og þar sem okkar stefna er að leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir – til að koma í veg fyrir að þurfa að grípa til meðhöndlunar, hvort sem það er mekanískt eða með lyfjum, gegn fiski- eða laxalús – vorum við búin að fylgjast með þeim í nokkuð langan tíma.“
Hann segir Háafell hafa nýtt fjölbreytt úrræði í baráttunni gegn lúsinni. „Við höfum notað hrognkelsi til að ná lús af fiskinum –
...