Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þetta verður létt og skemmtilegt, af því lífið þarf ekki alltaf að vera rosalega alvarlegt, það má alveg hafa gaman og njóta þess að kynnast öðrum manneskjum, þó að fólk sé komið á seinni hluta ævinnar. Okkur finnst líka gaman að vekja athygli á ástinni, því hún getur verið alls konar,“ segir Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri hjá Bíó Paradís í Reykjavík, en nk. miðvikudag verður efnt í því kvikmyndahúsi til hraðstefnumóts eldri borgara, í beinu framhaldi af frumsýningu kvikmyndarinnar Eftirlætiskakan mín (My Favourite Cake),
„Þetta er hjartnæm ástarsaga um fullorðnu ekkjuna Mahin sem er orðin þreytt á einverunni þar sem hún býr ein í Teheran. Dag einn rekst hún á leigubílstjóra á sama aldri og þá fara hjólin að snúast, því í ljós kemur
...