Þarna er reiði, brjálæði, geggjun, líf. Hræðsla, örvænting, heift og hreinasta sturlun.
Vinkonur Þær Björg (t.v.) og Bára (t.h.) hafa starfað saman lengi.
Vinkonur Þær Björg (t.v.) og Bára (t.h.) hafa starfað saman lengi. — Morgunblaðið/Eggert

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Platan inniheldur fjögur verk sem voru samin árið 2022 og er hún liðlega fjörutíu mínútur að lengd. Bassaflauta, rafhljóð, altflauta, þverflauta og pikkólóflauta koma við sögu, að ekki sé talað um hina mannlegu rödd, eða mannleg hljóð öllu heldur. Meira um það hér á eftir. Þær Björg og Bára hafa „starfað náið saman á síðustu árum við sköpun og flutning nýrrar tónlistar fyrir þverflautu“, segir í formlegum texta. Þar kemur og fram að hvert þessara fjögurra verka sé tileinkað einu hljóðfæri og eru þau ýmist rafmögnuð eða órafmögnuð.

Titillagið hefst óþyrmilega. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í almennar hugleiðingar um feril og stílbrögð tónskáldsins, þau liggja hins vegar fyrir á

...