![Þetta getur verið hættulegt því ef eitthvað klúðrast er enginn til að grípa mig, segir Ævar Þór um glímuna við að leika einn á sviði.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/25cd65d5-ecf8-4cf3-b2af-02e836ccc9c4.jpg)
Ævar Þór Benediktsson stendur einn á sviði í leikritinu Kafteinn Frábær. Einleikurinn, sem er eftir Alistair McDowall, verður frumsýndur í Tjarnarbíói miðvikudaginn 12. febrúar í leikstjórn Hilmis Jenssonar. Ævar Þór er þýðandi leikritsins.
„Mér finnst gaman að gramsa reglulega á netinu og finna leikrit sem hljóma áhugaverð. Maður lærir margt af því að lesa leikrit, bæði sem leikari og sem höfundur, þannig að ég er í raun á tvöfaldri vakt þegar ég finn eitthvað sem vekur áhuga minn. Þessi tiltekni einleikur, Kafteinn Frábær, var skrifaður árið 2013 og ég rakst á hann nokkrum árum seinna. Þegar ég svo settist niður og las hann náði hann mér í raun strax, því það voru svo margir möguleikar í boði hvernig væri hægt að nálgast uppsetninguna.“
Kafteinn Frábær fjallar um mann sem missir dóttur sína og hefur hvorki
...