![Sýningarstjórinn Gavin Morrison, sem þekkir vel til verka listamannsins, og Ívar Valgarðsson.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/465c18e0-da88-447b-a5aa-d4bbea840b21.jpg)
Úthaf er einkasýning Ívars Valgarðssonar í Listasafni Reykjanesbæjar. Þar sýnir hann nýtt verk; Úthaf, innsetningu sem samanstendur af 179 ljósmyndum og málverki á stöpli. Nokkur eldri verka Ívars eru einnig á sýningunni.
„Ég er mjög upptekinn af staðsetningu og umhverfi þeirra rýma þar sem ég fæ tækifæri til að sýna verk mín og það hefur mikil áhrif á hvað ég geri þar,“ segir Ívar. „Mér varð fyrst hugsað um hafið í tengslum við Reykjanesbæ. Hér umlykja litir hafsins allt og uppsprettu menningar og mannlífs má rekja til hafsins auk þess sem salurinn sjálfur er upprunalega fiskverkunarhús og út um glugga innri salarins blasir við sjóndeildarhringur hafsins.
Ég hef lengi notað innanhússmálningu í verkum mínum og nöfn litanna sem þeim eru gefin samkvæmt framleiðanda, það sparar mér ómakið að blanda liti
...