Þvílík blessun að geta gert það með atbeina fólks sem ég ann. Birmingham er hin eina sanna vagga málmsins. Birmingham lifi.
Andy Ozzys Osbournes mun ekki bara svífa yfir vötnum á Villa Park í sumar; goðsögnin verður sjálf á staðnum.
Andy Ozzys Osbournes mun ekki bara svífa yfir vötnum á Villa Park í sumar; goðsögnin verður sjálf á staðnum. — AFP/Justin Tallis

Mamma, ég er að koma heim,“ söng Ozzy Osbourne um árið, í einu af sínum frægustu lögum. Og sá gamli ætlar aldeilis að standa við stóru orðin, en kunngjört var í vikunni að hann myndi slá upp einu giggi enn og það á heimavelli, knattspyrnuleikvanginum Villa Park í Birmingham á Englandi, í sumar og kveðja þannig kóng og prest og alla hina sem bundið hafa sitt trúss við þennan frægasta málmlistamann sem um getur. Ozzy ólst upp í næsta nágrenni við völlinn og mikla athygli vakti síðasta sumar þegar hann tók þátt í að auglýsa nýjan keppnisbúning knattspyrnuliðsins Aston Villa, sem leikur heimaleiki sína á Villa Park. Meira viðeigandi vettvangur finnst því hvorki í þessum heimi né öðrum.

Ozzy er orðinn 76 ára og afar lítið hefur farið fyrir honum á sviði hin síðustu ár enda hefur hann, svo sem margoft hefur komið fram, glímt við parkinsonsjúkdóminn og ýmsa aðra kvilla.

...