Eðlisfræðiprófessor sem kenndi fyrsta árs nemendum í læknisfræði var að fjalla um sérlega flókið hugtak í eðlisfræði. „Hvers vegna þurfum við að læra þetta?“ spurði einn nemandinn ruddalega. „Til að bjarga mannslífum,“ svaraði prófessorinn um hæl og hélt áfram kennslu. Nokkrum mínútum síðar greip nemandinn fram í: „Hvernig getur eðlisfræði eiginlega bjargað mannslífum?“ „Hún heldur hálfvitum frá læknadeildinni,“ útskýrði prófessorinn.