Við vitum hvernig á að vinna bug á berklum. Til þess þyrfti furðulega einföld úrræði.
Bjørn Lomborg
Bjørn Lomborg

Dr. Aaron Motsoaledi og Bjørn Lomborg

Í heimi sem er mótaður af átökum og auknu vantrausti er Alþjóðasjóðurinn (Global Fund) vonarglæta í svartnætti. Frá upphafi aldarinnar hafa þessi fjölþjóðasamtök í Genf barist gegn einni elstu plágu mannkyns, smitsjúkdómum – þá sérstaklega þeim þremur helstu, malaríu, HIV-veirunni og berklum. Með markvissri fjármögnun og framsæknum aðferðum hefur Alþjóðasjóðurinn náð umtalsverðum árangri gegn malaríu og HIV. Nú er kominn tími til að skerpa áherslurnar gagnvart berklum.

Næstum þriðjungur af úthlutunum Alþjóðasjóðsins 2023-2025 hefur farið í baráttuna gegn malaríu, upp á um 4,17 milljarða dollara. Þessir fjármunir hafa stutt við stórfellda dreifingu á netum með skordýraeitri og hraðgreiningarprófum, sem hefur dregið verulega úr útbreiðslu sjúkdómsins. Í löndum á borð við Rúanda og Sambíu hefur

...