![](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/17f9764c-aeac-4e2d-8b47-f5121fbb9320.jpg)
Stígur Sæland garðyrkjubóndi fæddist19. ágúst 1949. Hann lést 7. janúar 2025.
Útför hans fór fram 18. janúar 2025.
Við fráfall föður míns reikar hugurinn ósjálfrátt til æskuáranna hér í Reykholti í Biskupstungum, þar sem voru mörg börn og gaman var að alast upp.
Faðir minn ólst upp á Espiflöt þar sem foreldrar hans höfðu byggt upp garðyrkjustöð og fór hann fljótt að vinna og hjálpa til. Á unglingsárum hafði hann áhuga á ljósmyndun, átti myndavél og allar græjur til þess að framkalla myndirnar sjálfur. Pabbi var duglegur og stöðugt að og árið 1977 var stofnað félagsbú á Espiflöt, þar sem foreldrar mínir, afi og amma og Sveinn og Áslaug voru eigendur.
Faðir minn var ágætis sundmaður og keppti oft fyrir UMF. Bisk., einnig var hann í nefndum og var varamaður
...