Sigrún Stefanía Valdimarsdóttir fæddist 7. júní 1950. Hún lést 15. janúar 2025.

Útför hennar fór fram 24. janúar 2025.

Við andlát og útför Sigrúnar Stefaníu koma upp í huga orð skálds Gamlatestamentisins: Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp Og skáldið svarar spurningu sinni: Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Davíðssálm. 121)

Ég minnist þess þegar Sigrún var eitt sinn stödd hjá okkur hjónum á Eskifirði að sumri til. Þá greip hana óstöðvandi þrá til þess að ganga upp á Hólmatindinn, fjallið gegnt byggðinni.

Hún renndi augum upp eftir fjallinu og sótti það fast að fá mig til að slást með í þá för. Ég lét tilleiðast enda erfitt að standa gegn henni þegar hún var annars vegar. Hún valdi ekki auðveldustu leiðina, heldur nánast

...