Bjarni Guðmundsson fæddist 13. janúar 1927. Hann lést 19. janúar 2025.

Útförin fór fram 25. janúar 2025.

Elsku pabbi.

Það er skrýtið að hugsa til þess að geta ekki lengur komið til þín og spjallað og spurt þig út í eitt og annað sem ég er forvitinn um. Hvort sem það er að fá gamlar sögur af fólki að heiman eða til að spyrja hvernig þetta hafi verið í gamla daga. Það var hreint ótrúlegt hvernig þú mundir allt þetta. Alltaf gat ég spurt þig út í hvað og hvar þessi staður væri. Þú mundir öll örnefni og staðhætti og gast lýst nákvæmlega, svo nákvæmlega að hver steinn, lækur og þúfa var sem ljóslifandi í þínum huga. Samt sagðir þú alltaf „ég man ekki neitt orðið lengur“.

Ég held að ég hafi ekki þekkt ljúfari og skapbetri mann en þig. Aldrei man ég eftir

...