Á fimmta tug trjáa verða felld í Öskjuhlíð í dag í aðgerðum Reykjavíkurborgar.
Um er að ræða þau tré sem skaga hæst upp úr Öskjuhlíðinni, að sögn Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Austur/vestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar hefur verið lokað á meðan trén þykja ógna öryggi flugvéla.
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að ekki megi mikið út af bregða nú svo að fella þurfi niður flug.
„Ef vindátt og aðstæður verða þannig, þá getur það hæglega gerst,“ segir Bogi í samtali við Morgunblaðið í dag. » 2