![Danssýning Úr While in Battle I’m Free, Never Free to Rest.](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/b972095d-7672-4677-a732-c4d383d5a2c6.jpg)
While in Battle I’m Free, Never Free to Rest fer aftur á svið 15. og 21. febrúar á Nýja sviði í Borgarleikhúsinu, en verkið var upphaflega sýnt á Listahátíð í Reykjavík 2024. „Í þessu kraftmikla verki danshöfundarins Hoomans Sharifi mætast tveir ólíkir hópar með ólíkan bakgrunn – street-dansarar og samtíma-dansarar. Hvor hópur á sér sinn einstaka ryþma og tungumál. Stefnumót þeirra einkennist af forvitni og sameiginlegri ástríðu fyrir hreyfingu. Þau nálgast hvert annað af varfærni og yfirstíga landamæri með líkamstjáningu sinni. Þannig skapast rými þar sem einstaklingnum er fagnað og fjölbreytileikanum er tekið opnum örmum. Reynslan er ný af nálinni fyrir alla dansarana, þenur út mörk og víkkar sjóndeildarhringinn,“ segir í tilkynningu.
Eftir sýningu While in Battle I’m Free, Never Free to Rest er
...