„Þetta eru með stærstu málum sem hafa komið upp hvað magn haldlagðs efnis snertir, annað upp á þrjú kílógrömm og hitt tæp sex,“ segir Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í…
Töflur „Það sem mér finnst óhugnanlegast í þessu eru öll þessi ópíóíðalyf,“ segir Agnes. Hún telur neyslutengd heilbrigðisvandamál þyngri núorðið.
Töflur „Það sem mér finnst óhugnanlegast í þessu eru öll þessi ópíóíðalyf,“ segir Agnes. Hún telur neyslutengd heilbrigðisvandamál þyngri núorðið. — Morgunblaðið/Eggert

Viðtal

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Þetta eru með stærstu málum sem hafa komið upp hvað magn haldlagðs efnis snertir, annað upp á þrjú kílógrömm og hitt tæp sex,“ segir Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Morgunblaðið um tvö stór fíkniefnamál sem nú hafa bæði verið þingfest fyrir héraðsdómi.

Agnes er spurð sérstaklega út í kristalmetamfetamín og vísa tölurnar hér að framan til magns þess efnis, en í öðru málinu var enn fremur um fleiri efni að ræða sem fundust í skrifstofuhúsnæði í Bæjarlind í Kópavogi. Í stærra málinu, sem snýst um 5,7 kílógrömm af efninu, fannst amfetamínið í bifreið sem flutt var til landsins í október.

Agnes, sem innan

...