Valur og FH mætast í sannkölluðum lykilleik í toppbaráttu úrvalsdeildar karla í handbolta á Hlíðarenda í kvöld klukkan 20.15. FH og Fram eru með 23 stig, Afturelding 22 og Valur 20 í baráttunni um efstu sæti deildarinnar. Stuðningsfólk Vals getur eytt öllu kvöldinu á Hlíðarenda því á undan, klukkan 18, hefst viðureign Vals og ÍR í úrvalsdeild kvenna.