Eyjólfur Ármannsson
Eyjólfur Ármannsson

Ný ríkisstjórn hefur einsett sér að ná árangri í málefnum fatlaðs fólks. Við ætlum að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og við munum fylgja honum fast eftir til að tryggja þau réttindi sem hann mælir fyrir um.

Undanfarin ár hafa ríki og sveitarfélög tekið saman höndum um að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk í opinberum byggingum, almenningssamgöngum, útivistarsvæðum og almenningsgörðum, svo dæmi séu tekin. Þetta hefur verið gert með sérstöku átaksverkefni um úrbætur í aðgengismálum fyrir fatlað fólk, í samvinnu við ÖBÍ réttindasamtök og sveitarfélög um land allt.

Frá því að átakinu var fyrst ýtt úr vör árið 2021 hefur rúmlega 630 m.kr. verið ráðstafað úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til fjölbreyttra úrbótaverkefna vegna aðgengismála, en framlag sjóðsins er 50% á móti framlagi sveitarfélaga. Auk þess fær ÖBÍ sérstakan fjárstyrk til

...

Höfundur: Eyjólfur Ármannsson