![Verðlaun Árni Matthíasson og Pan Thorarensen sem sat í dómnefnd.](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/c0f6de40-ef5a-42c9-b1cc-4bfd502efedc.jpg)
Hin árlegu tónlistarverðlaun Reykjavík Grapevine voru nýlega afhent við hátíðlega athöfn í Mengi. CYBER var valinn listamaður ársins, Supersport hlaut verðlaun fyrir plötu ársins, Allt sem hefur gerst, og hljómsveitin Spacestation hlaut verðlaun fyrir lag ársins, „Í draumalandinu“. 1000 orð eftir Bríeti og Birni og í leikstjórn Erlends Sveinssonar hlaut verðlaun fyrir bestu myndrænu framsetningu. Hljómsveitin Xiupill var valin best á tónleikum og Amor Vincit Omnia hlutu verðlaun í flokknum listamenn til þess að fylgjast með. Í flokknum „Þú hefðir átt að heyra þetta“ varð platan Gárur eftir Jónbjörn hlutskörpust. Þá hlaut Árni Matthíasson heiðursverðlaun fyrir vel unnin störf á vettvangi tónlistar á árinu. Í dómnefnd sátu Alexander Le Sage de Fontenay, Agnes Hlynsdóttir, Jóhannes Bjarkason blaðamaður hjá The
...