![Í Eyjafirði Sæbjörg og Óðinn sigla út fjörðinn, en Guðbjartur var yfirstýrimaður á Sæbjörgu.](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/40ecd094-1f24-4adb-83b7-50c56b1c279d.jpg)
Guðbjartur Ingibergur Gunnarsson er fæddur á Stokkseyri 11. febrúar 1940 og ólst þar upp til að verða 14 ára. Flutti þá í Silfurtún í Garðahreppi. Hann var tvö sumur í sveit hjá ömmu sinni og afa í Hólum í Biskupstungum.
Guðbjartur var í barnaskólanum á Stokkseyri og svo seinna í Stýrimannaskólanum og kláraði þar hið meira fiskimannapróf vorið 1961.
Hann kvæntist Margréti Öldu Úlfarsdóttur 5. júní 1960 og eignuðust þau fjórar dætur. Þau bjuggu lengst af í Hafnarfirði en fluttu á seinni árum á Álftanes. Árið 1990 fluttu þau búferlum til Swakopmund í Namibíu á vegum Þróunarsamvinnustofnunar.
Í Namibíu var Guðbjartur yfirstýrimaður á rannsóknarskipinu Benguela og var svo beðinn að taka að sér að kenna verðandi veiðieftirlitsmönnum í Luderitz. Voru þau í Namibíu í tvö ár. Fóru svo aftur til Namibíu
...