Fyrr­ver­andi skóla­stjóri Grunn­skól­ans á Þórs­höfn hef­ur hlotið sex mánaða fang­els­is­dóm, skil­orðsbund­inn til tveggja ára, fyr­ir umboðssvik. Milli­færði hún í 74 færsl­um á eig­in banka­reikn­ing 8.564.611 krón­ur á tíma­bil­inu sept­em­ber …

Fyrr­ver­andi skóla­stjóri Grunn­skól­ans á Þórs­höfn hef­ur hlotið sex mánaða fang­els­is­dóm, skil­orðsbund­inn til tveggja ára, fyr­ir umboðssvik.

Milli­færði hún í 74 færsl­um á eig­in banka­reikn­ing 8.564.611 krón­ur á tíma­bil­inu sept­em­ber 2017 til mars 2020 af banka­reikn­ingi Grunn­skól­ans á Þórs­höfn og fé­lags­miðstöðvar­inn­ar Svart­hols­ins. Dóm­ur féll í mál­inu í Héraðsdómi Reykja­ness í síðustu viku.

Skóla­stjór­inn Ásdís Hrönn Viðars­dótt­ir tald­ist ekki hafa gerst sek um fjár­drátt held­ur um að mis­nota aðstöðu sína sem op­in­ber starfsmaður með því að nota fjár­muni sveit­ar­fé­lags­ins heim­ild­ar­laust í eig­in þágu.

Fjár­mun­ir sem hún milli­færði á eig­in reikn­ing til­heyrðu ann­ars veg­ar nem­enda­skipta­verk­efn­um á veg­um skól­ans og hins veg­ar starf­semi fé­lags­miðstöðvar­inn­ar. Nánar um dóminn á mbl.is.