„Það er ótrúlegt að þetta sé staðan. Þeir sem ráða för þurfa að bregðast hratt við og hefðu í raun átt að vera búnir að því fyrir löngu,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair um lokun austur/vestur-flugbrautarinnar í Reykjavík
![Lokun Ekki má mikið út af bera til þess að fella þurfi niður flug.](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/2f5516c6-36c2-4c5e-83d1-e0d6d489d7d2.jpg)
Lokun Ekki má mikið út af bera til þess að fella þurfi niður flug.
— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
„Það er ótrúlegt að þetta sé staðan. Þeir sem ráða för þurfa að bregðast hratt við og hefðu í raun átt að vera búnir að því fyrir löngu,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair um lokun austur/vestur-flugbrautarinnar í Reykjavík.
Flugbrautinni var lokað á miðnætti á föstudag samkvæmt tilskipun frá Samgöngustofu til Isavia. Ákvörðunin var tekin þar sem hæð trjáa í Öskjuhlíð ógnar flugöryggi til og frá höfuðborginni. Reykjavíkurborg hefur frest til að svara erindi Samgöngustofu til 17. febrúar og frest til 21. mars til að bregðast við.
Mikilvægur hluti af innviðum
Bogi segir að Reykjavíkurflugvöllur sé mjög mikilvægur hluti af innviðum þjóðarinnar hvað varðar innanlandsflug og
...