![](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/fdb97868-5222-40fc-872f-712451dc57ed.jpg)
60 ára Bjarni ólst fyrstu árin upp í Kaupmannahöfn en síðan í Garðabæ og býr í Hafnarfirði. Hann lauk B.Sc.-prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc.-prófi í jarðfræði við Kaupmannahafnarháskóla. „Ég tók meistaragráðu í setlaga- og steingervingafræði en þegar ég kom heim haustið 1998 var mér boðin vinna hjá Orkustofnun og þá fyrst fór ég að vinna við jarðhita og hef verið í því síðan.“
Bjarni varð síðan sérfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, ÍSOR, þegar það var stofnað 2003 og sat m.a. í framkvæmdastjórn til 2024 þegar hann varð forstöðumaður Jarðhitaskóla GRÓ sem starfar undir merkjum UNESCO. „Þetta er mjög gefandi og skemmtilegt starf, hérna kynnist maður fólki alls staðar að úr heiminum sem dvelur á Íslandi í sex mánuði til að stúdera jarðhita. Við tökum á móti um 25 manns frá allt að 13 löndum á hverju ári og hefur það verið gert frá 1979. Þetta er svolítið öðruvísi en ég hef verið að gera en leggst vel í mig. Ég er enn í ráðgjöf í gegnum
...