— AFP/Bashar Taleb

Hryðjuverkasamtökin Hamas lýstu því yfir í gær að þau myndu fresta næstu fangaskiptum sínum við Ísraelsríki um óákveðinn tíma, þar sem Ísraelsmenn hefðu ekki staðið við sinn hluta vopnahléssamkomulagsins sem tók gildi fyrir þremur vikum.

Áttu samtökin að láta nokkra af gíslum sínum lausa á laugardaginn næstkomandi, gegn því að Ísraelsmenn myndu sleppa palestínskum föngum á móti, en talsmaður samtakanna sagði að Ísraelsmenn hefðu ekki efnt samkomulagið.

Varnarmálaráðherra Ísraels, Israel Katz, sagði í gær að yfirlýsing Hamas-samtakanna fæli í sér „algjört brot“ á vopnahléssamkomulaginu, og að hann hefði fyrirskipað hernum að búa sig undir allar mögulegar sviðsmyndir á Gasasvæðinu.
sgs@mbl.is