Grundartangi Viðræður við Norðurál og Elkem eru hjá sáttasemjara.
Grundartangi Viðræður við Norðurál og Elkem eru hjá sáttasemjara. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Kjaraviðræðum Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) og fleiri stéttarfélaga starfsmanna í verksmiðjum Norðuráls og Elkem Ísland á Grundartanga hefur báðum verið vísað til ríkissáttasemjara. Boðað er til fyrstu sáttafunda í báðum þessum kjaradeilum næstkomandi fimmtudag. Viðræðunum við Samtök atvinnulífsins og Norðurál var vísað 22. janúar og viðræðunum við SA og Elkem var vísað í sáttameðferð sl. föstudag.

Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, hefur lýst því yfir að stéttarfélögin hafi verið tilbúin til að fara eftir þeirri launastefnu sem mörkuð var á almenna vinnumarkaðnum en forsvarsmenn Norðuráls og Elkem og Samtök atvinnulífsins, sem semja fyrir þeirra hönd, hafi ekki verið tilbúin til þess. Verði ekki breytingar þar á verði því mætt af fullri hörku.

„Það er skemmst frá því að segja að við höfum ekki náð að klára samninga þarna

...